Hér er að finna upplýsingar um norska skólakerfið:
Grunnskólar (barna- og unglingaskólar) Framhaldskólar Lýðháskólar
Grunnskólar
Þegar flutt er til Noregs þarf að fylla út vottorðið RF-1401 - ath. upplýsingar á Skatteetaten.no. Það er lagt inn hjá manntalsskrifstofunni á þeim stað sem flutt er til innan 8 daga eftir að þangað er komið. Við skráningu verða öll börn á skólaskyldum aldri skráð í norska skólakerfið. Hafið einnig samband við skólann eða skólaskrifstofu á staðnum eins fljótt og auðið er. Samkvæmt lögum um skyldunám eiga nemendur rétt á ókeypis skólaakstri ef gönguleið frá heimili til skóla er lengri en 4 km (fyrir nemendur í fyrsta bekk er vegalengdin 2 km).
Skólaganga barna hefst árið sem þau verða 6 ára, líkt og á Íslandi. Barnaskólinn nær frá 1. til 7. bekkjar (1. - 4. og 5. – 7.), unglingaskólinn frá 8. til 10. bekkjar. Skólaárið stendur yfirleitt frá um 15. ágúst til um 25. júní. Í skólunum er haust- og vetrarfrí.
Í öllum sveitarfélögum á að bjóða upp á heilsdagsskóla fyrir börn í 1. til 4. bekk en framboðið er breytilegt frá einu sveitarfélaginu til annars. Foreldrar greiða fyrir þjónustuna. Hafið samband við sveitarfélagið og spyrjist fyrir um framboðið þar sem setjast á að.
Aktuelle informasjonssider:
Framhaldsskólar
Allir unglingar 16 – 19 ára eiga lögbundinn rétt til þriggja ára heils dags framhaldsnáms. Fyrsta árið í framhaldsskólamenntuninni kallast grunnáfangi (grunnkurs - GK), annað árið framhaldsáfangi I (videregående kurs I - VK I) og þriðja árið framhaldsáfangi II (videregående kurs I - VK II). Námsframboð getur verið breytilegt eftir skólum og fylkjum. Skólaskrifstofa hvers fylkis er með yfirlit yfir framboðið þar (leitaðu að viðeigandi fylki á Wikipedia).
Með þessu þriggja ára námi aflar nemandinn sér námsréttinda, starfsréttinda eða réttinda að hluta til.
Námsbrautir: Um er að ræða 13 grunnáfanga fyrsta árið í framhaldsnámi. Grunnáfangarnir samsvara þeim námsbrautum sem boðið er upp á framhaldsnámi. í framhaldi af grunnáföngunum er hægt að sækja um nám í ýmsum framhaldsáföngum. Fylkisskólaskrifstofurnar eða Fræðsluskrifstofa ríkisins (Statens utdanningskontor) veita nánari upplýsingar um þá möguleika til framhaldsnáms sem í boði eru. Þannig skrifstofur er að finna í öllum fylkjum. Þeir 15 grunnáfangar sem vísa til námsbrauta eru:
•námsbraut fyrir allmennar greinar, hagfræði- og stjórnunargreinar •námsbraut fyrir tónlist, dans og leiklist, •námsbraut fyrir íþróttagreinar •námsbraut fyrir heilbrigðis- og félagsgreinar •námsbraut fyrir hönnunargreinar •námsbraut fyrir nýtungu náttúruauðlinda •námsbraut fyrir hótel- og matvælagreinar •námsbraut fyrir byggingargreinar •námsbraut fyrir tæknilegar byggingargreinar •námsbraut fyrir rafgreinar •námsbraut fyrir vélgreinar •námsbraut fyrir efnafræði- og vinnslugreinar •námsbraut fyrir trésmíðagreinar •námsbraut fyrir verslunar- og þjónustugreinar •námsbraut fyrir upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Að loknum grunnáfanga halda nemendur yfirleitt áfram og fara í framhaldsáfanga. Nemendur keppa um skólavist í VKI námsbraut á grundvelli einkunna í grunnáfanga. Enginn hefur rétt á að komast inn í ákveðna VKI námsbraut að afloknum grunnáfanga en réttur til þriggja ára framhaldsmenntunar þýðir að nemendur eiga að fá tilboð um framhaldsáfanga sem byggist á þeim grunnáfanga sem lokið er.
Umsókn um skólavist í norskum framhaldsskólum er gerð á sérstakt eyðublað sem hægt er að nálgast hjá framhaldsskólunum, á skólaskrifstofu fylkisins eða á skrifstofum atvinnumiðlunar. Umsóknin skal send inntökuskrifstofu þess fylkis sem umsækjandi býr í. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar fyrir þá sem sækja um skólavist á grundvelli sértækrar kennslu og þann 1. apríl fyrir alla aðra.
Lýðháskólar
„Lýðháskólanám er bæði faglegt nám og félagslíf, heild og smáatriði, breidd og dýpt, samræður og námskeið, hraði og hvíld, tjáning og íhugun, gaman og alvara." (Tilvitnun úr bæklingnum „Lýðháskólar í Noregi".)
Hér er að finna upplýsingar um norska háskólakerfið:
Æðri menntun (Háskólar og skólar á háskólastigi)
Námskeið í norsku fyrir útlendinga
Sumarnámskeið í norsku - tungumál og menning fyrir erlenda nemendur í norsku
Æðri menntun
Skipta má æðri menntastofnunum í eftirfarandi flokka:
Háskólar veita menntun á breiðu faglegu sviði og leiðir til háskólaprófs. Háskólar bjóða einnig upp á doktorsnám. Við alla háskóla eru margar deildir og þær veita menntun á sértækum sviðum, t.d. á sviði hugvísinda, lögfræði, læknisfræði, samfélagsvísinda, tannlækninga, heimspeki, guðfræði og máttúruvísinda.
Sérgreinaháskólar bjóða 4-6 ára nám á ákveðnum fagsviðum, t.d. í hagfræði, landbúnaði, fiskveiðigreinum, íþróttum, arkitektúr, raungreinum og tækni- og náttúruvísindagreinum, tónlist, guðfræði og kristinfræðigreinum.
Ríkisháskólar bjóða nám í ýmsum greinum. Námið stendur yfirleitt 2-4 ár. Einnig er boðið upp á nám í 1/2 til 3 ár í ýmsum greinum. Margir skólanna bjóða einnig framhaldsmenntun, símenntun, fullorðinsfræðslu, rannsóknir og vísindastarfsemi.
Einkaháskólar bjóða upp á nám í guðfræði og kristinfræði, heilbrigðis- og félagsgreinum, hagfræði-, tölvu- og verkfræðigreinum og uppeldisfræðum ásamt t.d. tónlist og ballett.
Listaháskólar bjóða menntun á hinum ýmsu listasviðum, t.d. leiklist, óperu, ballett, myndlist, listiðn og hönnun.
Kennslu er skipt í tvær annir við flesta þessa háskóla, haustönn og vorönn.
Háskólarnir gefa sjálfir nánari upplýsingar um inntökuskilyrði. Umsóknarfrestur er að jafnaði 15. apríl en þó getur verið um ákveðnar undantekningar að ræða á því.
Flestir skólarnir hafa sínar eigin vefsíður. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um háskóla af ýmsu tagi, skóla, námskeið, menntun, viðurkenningu á menntun erlendis frá o.s.frv. á eftirfarandi heimasíðum þar sem er að finna krækjur til hinna ýmsu skólastofnana.
Námskeið í norsku fyrir útlendinga
Folkeuniversitetet i Oslo (Námsflokkar Oslóar) stendur fyrir mörgum námskeiðum í norskri tungu á ýmsum stigum. Yfirlit á heimasíðu skólans.
Sumarnámskeið í norskri tungu og menningu við norska háskóla
Norræna stofnunin við Háskólann í Bergen (Nordisk institutt ved Universitetet i Bergen) stendur árlega fyrir sumarnámskeiði fyrir stúdenta sem læra norsku við erlenda háskóla. Gerð er krafa um undirbúningsmenntun í norsku.
Upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðum háskólans.
Alþjóðlegi sumarskólinn (ISS) við Óslóarháskóla stendur á hverju sumri fyrir mörgum námskeiðum í norskri tungu og menningu á ýmsum stigum. Upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðu háskólans.
Retningslinjer for islandske søkere til militær lederutdanning i Norge
Med bakgrunn i Islands særstilling som alliansepartner i NATO uten egne styrker, vil norske myndigheter gi islandske statsborgere anledning til å søke om opptak til en av Forsvarets lederutdanninger. Islandske statsborgere kan søke om opptak til følgende utdanninger i det norske Forsvaret:
1) Gjennomgående krigsskole (4årig); ett studieår med forberedende militær utdanning og deretter tre års krigsskoleutdanning (Sjøkrigsskolen, Krigsskolen eller Luftkrigsskolen).
2) Forsvarets etterretningshøgskole og Forsvarets ingeniørhøgskole
Se mer informasjon om de forskjellige skolene her: http://forsvaret.no/karriere/utdanning
Islandske elever har plikttjeneste i Forsvaret etter endt utdanning, på linje med norske elever. De har også adgang til frivillig å søke seg til tjenestegjøring i internasjonale operasjoner der Norge deltar.
Førstegangstjeneste
Hvis man er islandsk statsborger og bosatt i Norge kan man søke om å avtjene førstegangstjeneste dersom vedkommende kan sies å høre hjemme i riket, jf. vernepliktloven § 3 med forskrifter. Det vil si at man har en permanent tilknytning til Norge. Hvis man er islandsk statsborger og bosatt permanent på Island, kan man ikke søke om å avtjene førstegangstjeneste.
Krav til søker
Islandske søkere må oppfylle de samme krav som stilles til norske søkere (med unntak av kravet om norsk statsborgerskap) og skal konkurrere seg til elevplass ved den aktuelle skole på ordinær måte. Informasjon om opptak og seleksjon finnes her: http://forsvaret.no/fos
- Søker må være over 18 år, og islandsk statsborger.
- Søker må ha fullført videregående utdannelse (Framhaldsskóla), samt tilfredsstille tilleggskrav for de enkelte typer utdanning.
- Søker må beherske norsk (alternativt dansk eller svensk) skriftlig og muntlig. All undervisning foregår på norsk.
- Søker må bestå teoretisk og praktisk opptaksprøve.
Pålegg og rettigheter
I tiden på skolen vil den islandske statsborgeren være underlagt skolesjefen ved skolen, den militære straffelov og gjeldende disiplinærbestemmelser.
Den islandske statsborgeren vil under skolegang og tjeneste i Norge bli trygdet etter folketrygdloven fra 28.februar 1997 nr. 19. Etter folketrygdloven § 2-1 er personer bosatt i Norge pliktige medlemmer i trygden. Utenlandske borgere som oppholder seg i Norge er medlemmer i trygden etter § 2-1 når oppholdet er ment å vare eller har vart i minst 12 måneder. Etter lovens § 13-10 er medlemmer som er elever ved skoler mv yrkesskadedekket etter lovens bestemmelser.
Generelt
Ovennevnte retningslinjer, med fri utdanning og praksistjeneste, er et tilbud fra norsk side. Med forbehold om godkjent opptak ved den aktuelle skole, herunder at vedkommende tilfredsstiller opptaksprøvenes fysiske og psykiske krav, skal den islandske statsborgeren tjenestegjøre i Forsvaret på de vilkår som reguleres i en utdannings- og tjenestekontrakt. En slik kontrakt skal underskrives av søkeren før utdanningen påbegynnes.
Det forutsettes at den islandske statsborgeren i elevtiden og plikttjenesten har bostedsadresse i Norge.
Søknad
Islandske statsborgere skal ikke søke via Forsvarets elektroniske søknadsskjema, men sende søknad i form av brev med vedlegg. Søknaden må inneholde:
- Fullstendig personinformasjon; navn, fødselsdato, kennitala, adresse, telefonnummer, e-postadresse
- Liste over utdanninger som søkes, i prioritert rekkefølge
- Beskrivelse av søkers språkkompetanse norsk/svensk/dansk
- Kort beskrivelse av søkers bakgrunn og tidligere utdanning
Vedlegg:
- Vitnemål (må være på et skandinavisk språk eller oversatt til norsk)
- Dokumentasjon av språkkompetanse, dersom ikke beskrevet i vitnemål
- Sakavottorð og búsforræðisvottorð
Praktisk informasjon
Søknad stiles til det islandske utenriksdepartement, som vurderer/godkjenner og fremsender til norske myndigheter.
Adresse: Utanríkisráðuneytið, Alþjóða- og öryggis-skrifstofa, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík.
Søknadsfrist til islandsk utenriksdepartement er 1. mars.
Forsvarets personell- og vernepliktssenter kan svare på spørsmål på telefon +47 915 03 003 (tast 2 og spør etter 'opptak og seleksjon').
Á íslensku:
Miðað við sérstöðu Íslands sem bandalagsfélaga í NATO án eigin herafla, veita norsk yfirvöld íslenskum ríkisborgurum tækifæri til að sækja um inngöngu í eina af leiðtogamenntun hersins. Íslenskir ríkisborgarar geta sótt um inngöngu í eftirfarandi menntun í norska hernum:
1) Hernaðar BS -nám við norska herskólann
2) Mál- og upplýsingaöflun við upplýsingaöflun skóla hersins
Íslenskir námsmenn hafa skylduþjónustu í hernum eftir að hafa lokið námi, í takt við norska nemendur. Menntunin sem liðsforingi veitir rétt og skyldu til að skipa sig sem liðsforingja að námi og réttindum loknum (náð menntunarstigi grunnforingamenntunar (GOU)). Þeir hafa einnig tækifæri til að sækja sjálfviljugir um þjónustu í alþjóðlegum aðgerðum sem Noregur tekur þátt í.
Herþjónusta/Førstegangstjeneste er einungis fyrir íslenskir ríkisborgara sem eru búsettir í Noregi og með sterkri tengingu við Noreg. Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi og án Noregstengsla uppfylla ekki þessar kröfur samkvæmt "vernepliktsloven § 3 med forskrifter".
Umsækjandi verður að vera eldri en 18 ára og íslenskur ríkisborgari.
Umsækjendur verða að hafa lokið framhaldsskólanámi, auk þess að fullnægja viðbótarkröfum fyrir einstakar tegundir menntunar hjá hernum.
Umsækjendur verða að vera reiprennandi í norsku (til viðbótar dönsku eða sænsku) skriflega og munnlega. Öll kennsla fer fram á norsku.
Umsækjendur verða að ljúka námskeiði og standast núverandi kröfur um þá menntun sem sótt er um
Öryggisvottorð fyrir NATO SECRET - í samræmi við öryggisviðmið NATO - þurfa íslensk stjórnvöld að leggja fram fyrirfram.
Umsækjendur verða að standast bóklegt og hagnýtt inntökupróf auk þess að keppa um námspláss til jafns við norska umsækjendur.
Umsókn
Íslenskir ríkisborgarar skulu ekki sækja um í gegnum rafrænt umsóknareyðublað hersins, heldur senda umsóknina í formi bréfs með viðhengi. Umsóknin verður að innihalda:
- Persónuupplýsingar; Nafn, fæðingardagur, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang
- Lista yfir menntun sem sótt er um, í forgangsröð (sjá forsvaret.no/utdanning)
- Lýsing á tungumálakunnáttu umsækjanda norsku / sænsku / dönsku
- Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda og fyrri menntun
Viðhengi
- Vottorð (verður að vera á skandinavísku tungumáli eða þýtt á norsku)
- Staðfesting á tungumálahæfni, ef ekki er lýst í prófskírteini
Sakavottorð og búsforræðisvottorð - geta vel verið á íslensku, en gott ef þau eru einnig þýdd á norsku / dönsku / ensku
Réttindi og skyldur
Á meðan námi stendur mun íslenski ríkisborgarinn lúta skólastjóranum í skólanum, hernaðarlögum og viðeigandi agareglum.
Í skóla og þjónustu í Noregi verður íslenski ríkisborgarinn tryggður samkvæmt lögum um almannatryggingar frá 28. febrúar 1997 nr. 19. Samkvæmt kafla 2-1 í lögum um almannatryggingar eru einstaklingar sem búsettir eru í Noregi lögboðnir félagsmenn almannatrygginga. Erlendir ríkisborgarar sem eru búsettir í Noregi eru aðilar að almannatryggingakerfinu samkvæmt § 2-1 þegar dvölinni er ætlað að endast eða hafa staðið í að minnsta kosti 12 mánuði. Samkvæmt 13. – 10. Gr. Laganna falla félagsmenn, sem eru nemendur í skólum o.fl., undir vinnuslys í samræmi við ákvæði laganna.
Eftir að þjónustunni lýkur mun sá sem lýkur menntun hafa skylduþjónustu í hernum svo framarlega sem hann er búsettur í Noregi, samanber reglugerð um herskyldu.
Skyldaþjónusta er lögð á samkvæmt gildandi reglum á hverjum tíma á sama hátt og bekknum sem nemandi fylgir.
Almennt
Ofangreindar leiðbeiningar, með ókeypis menntun og starfsnámsþjónustu, eru tilboð frá norskum yfirvölduym. Með fyrirvara um samþykkta inngöngu í viðkomandi skóla, þar með talið að viðkomandi fullnægir líkamlegum og andlegum kröfum inntökuprófa, skal íslenski ríkisborgarinn þjóna í hernum á þeim kjörum sem kveðið er á um í mennta- og þjónustusamningi. Umsækjandi verður að undirrita slíkan samning áður en menntun hefst.
Gert er ráð fyrir að íslenski ríkisborgarinn hafi búsetuheimili í Noregi meðan hann stundi nám og skylduþjónustu.
Hagnýtar upplýsingar
Umsóknin er lögð fyrir íslenska utanríkisráðuneytið sem metur / samþykkir og sendir það til norskra yfirvalda eða norska sendiráðsins á Íslandi.
Heimilisfang: utanríkisráðuneytið, alþjóða- og öryggisskrifstofa, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík.
Umsóknir verða að vera hjá starfsmönnum Forvarets personell- og vernepliktssenter í síðasta lagi 15. apríl. Umsóknir eru sendar með venjulegum pósti frá norska sendiráðinu í Reykjavík til hersins og því þarf umsóknin að vera hjá íslenska utanríkisráðuneytinu eigi síðar en 1. apríl. Umsóknir sem berast hernum eftir 15. apríl verða ekki afgreiddar.
Starfsfólk og herskyldumiðstöð hersins getur svarað spurningum í síma +47 915 03 003 (hringja 2 og biðja um Opptak og seleksjon)